Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evrópusjóður um aðlögun vegna alþjóðavæðingar - 664 svör fundust
Niðurstöður

Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?

Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er afar umfangsmikil. Ritið telur rúmar 600 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Niðurstöður skýrslunnar eru því eins og gefur að skilja margvíslegar og verður hér aðeins stiklað á stóru. Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gj...

Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?

Í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er ekki samið um alla samningskaflana samtímis heldur er samið sérstaklega um hvern og einn, þótt einhverjir kaflar séu opnaðir eða þeim lokað á sama tíma. Betur hefur gengið að vinna úr þeim köflum sem heyra undir EES-samninginn og Schengen-samstarfið. Þá hefur það t...

Eru íslensk fyrirtæki samkeppnishæf innan ESB?

Ef marka má mælikvarða Alþjóðaefnahagsráðsins og IMD viðskiptaháskólans í Sviss þá er Ísland yfir meðallagi í samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum í samanburði við aðildarríki ESB. Í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2012 er Ísland í 12. sæti ef staða Íslands er skoðuð í samanburði við 27 aðildarríki ESB. Í ...

Félagsmálasjóður Evrópu

Félagsmálasjóði Evrópu (e. European Social Fund, ESF) var komið á fót árið 1958 en kveðið var á um stofnun hans þegar í stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu. Sjóðurinn er einn af uppbyggingarsjóðunum, ásamt Byggðaþróunarsjóði og Samheldnisjóði, sem hafa það hlutverk að framkvæma byggðastefnu Evrópusambandsins. ...

Hver er munurinn á EFTA og ESB?

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) voru stofnuð með Stokkhólmssamningnum árið 1960. Stofnríki voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970 en nú eru aðildarríkin aðeins fjögur talsins, Liechtenstein, Noregur og Sviss auk Íslands. Í skilningi ...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum árið 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör ársins 2012 á Evrópuvefnum: Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi? Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu? Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu? Helstu sáttmálar ESB Helstu stofnanir ESB...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í nóvember 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Helstu stofnanir ES...

Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?

Með Lissabon-sáttmálanum eykst vægi Evrópuþingsins í ákvarðanatöku Evrópusambandsins með því að ráðið (Council of the European Union, áður kallað ráðherraráð) og Evrópuþingið taka sameiginlega ákvarðanir á enn fleiri sviðum en áður. Þá felur sáttmálinn einnig í sér breytingar á fjölda og hlutföllum þingmanna á E...

Hver eru launakjör samninganefndar Íslands og samningahópa í aðildarviðræðunum við ESB?

Fulltrúar og starfsmenn í samninganefnd Íslands og samningahópum vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB fá „ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín“. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Það þýðir ekki að starfsmannakostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðnanna sé enginn heldu...

Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?

Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á mar...

Geta ríki utan Evrópu sótt um aðild að Evrópusambandinu?

Í stuttu máli er svarið nei. Ríki utan Evrópu geta ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu þar sem 49. gr. sáttmálans um Evrópusambandið kveður á um að: „Sérhvert Evrópuríki, sem virðir þau gildi sem um getur í 2. gr. [sáttmálans um ESB] og einsetur sér að stuðla að þeim, getur sótt um að gerast aðili að sambandinu...

Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheeri...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í mars 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi? Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamnin...

Ætlar ESB að setja verndartoll á innflutning sólarrafhlaða frá Kína til að vernda þennan iðnað heima fyrir?

Já, það er rétt að Evrópusambandið hefur síðastliðið rúmt ár haft í hyggju að setja verndartolla á innfluttar sólarrafhlöður og sólskildi frá Kína til að verja evrópskan iðnað. Iðnaðarsamtökin EU ProSun lögðu inn kvörtun í júlí 2012 vegna undirboðs kínverskra framleiðenda. Kínverskar sólarrafhlöður, sem eiga um 65...

Leita aftur: